Quantcast
Channel: islam – Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 27

Hatursorðræða grasserar í umræðu um umskurðarbann

$
0
0
Bréf bandaríska ferðamannsins Paul til Jóns Gunnars Benjamínssonar.

Bréf bandaríska ferðamannsins Paul til Jóns Gunnars Benjamínssonar.

Í dag, þriðjudag, birti Vísir frétt þess efnis að maður nokkur hefði skrifað íslensku ferðafyrirtæki og látið vita að hann hyggist ekki ferðast til Íslands, eins og hann hafði ráðgert, ef á landinu verða samþykkt lög sem banna umskurð drengja. Maðurinn, að nafni Paul, segist líta á frumvarpið sem and-semitískt, „í þeirri merkingu að það beinist bæði gegn gyðingum og múslimum“, þó að það sé lagt fram „undir formerkjum réttindavarnar barna“. Hann kallar frumvarpið „viðurstyggð“ og segist vonast til að íslensk stjórnvöld kveði það í kútinn.

„Ekkert óvenjulegt úr þessum ranni“

Bréfið barst Jóni Gunnari Benjamínssyni, sem á og rekur ferðaþjónustuna Iceland Unlimited. Blaðamaður Vísis hefur eftir Jóni Gunnari að þetta sé „nú ekkert óvenjulegt úr þessum ranni svosem“, og að hann minnist á fyrirætlanir borgarráðs Reykjavíkur um þátttöku borgarinnar í viðskiptabanni gegn Ísrael, sem hafi gert allt „brjálað“. Jón bætir þó við að hann hafi „alltaf átt gott samstarf við fólk af ætt gyðinga“ og eigi von á svo verði áfram.

Athugasemdir við frétt Vísis.

Athugasemdir við frétt Vísis

Uppnefningar, alhæfingar og andúð

Í athugasemdum lesenda við fréttina ber mikið á alhæfingum um gyðinga og opinskárri andúð í þeirra garð. Einn lesandi kallar gyðinga „barnaperra“, vegna umskurðarhefðarinnar. Annar líkir því að leyfa umskurð – sem hvergi í heiminum er þó bannaður – við að leyfa barsmíðar á konum og börnum, eða innleiða sharia-lög fyrir ferðamenn. „Gætum jafnvel þannig náð inn nokkrum öfgamúslimum og öðrum „sértrúarsöfnuði“ til landsins. Tala nú ekki um perrana … þar væri nú hægt að gera góða hluti fyrir ferðamennskuna …“

Athugasemdir við frétt Vísis

Athugasemdir við frétt Vísis

Þriðji segir: „út fyrir Ísrael eiga leikreglur gyðinga ekkert erindi,“ og bætir við: „Vilji gyðingar reyna að beita okkur einhvers konar þrýstingi, svo við göngumst undir þeirra leikreglur, verða þeir að reikna með kjaftshöggi á einhvern máta.“

„Það er ekki að fara að gerast að hleypa gyðingum inn í okkar land“

Fjórði alhæfir um gyðinga og segir þá vera „frekustu og sóðalegustu farþega“ sem hann hafi flutt, vilji „fá allt fyrir ekki neitt“, og það sé þá til nokkurs unnið að banna umskurð ef það verður til að gyðingar haldi sig frá landinu. Fimmti tekur í sama streng: „Kannski vantar það einmitt algjörlega í ferðaþjónustu Íslendinga, að láta vita að þá eru hreint ekki allir velkomnir! Hvort sem þeir flokkast sem túristar, flóttamenn eða hælisleitendur.“

Sjötti kallar gyðinga skítapakk, sjöundi segir „Þeir verða þá bara að vera heima hjá sér að drepa börn Palestínumanna“. Fram kom í bréfinu sem er tilefni alls þessa að bréfritari býr í Boston í Bandaríkjunum. „Frábært að vera laus við Gyðinga á ÍSLANDI og Gott væri að losna Araba líka“ segir sá áttundi, og er upprunalegri stafsetningu haldið í þetta sinn. Níundi lesandinn sem hér verður vitnað til skrifar loks: „Það er ekki að fara að gerast að hleypa gyðingum inn í okkar land.“


Ítarefni: Hatursorðræða: yfirlit yfir gildandi lög og reglur – ábendingar til framtíðar, eftir Iuliönu kalenikovu og Jónu Aðalheiði Pálmadóttur, útg. Mannréttindaskrifstofa Íslands, 2013.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 27